Í vetur verða farnar hjólreiðaferðir á laugardagsmorgnum eins og fyrri vetur. Að þeim standa Landssamtök hjólreiðamanna og aðildarfélag þess, Hjólafærni. Fyrir-hjólari flesta laugardaga verður Árni Davíðsson hjólafærnikennari og stjórnarmaður Landssamtaka hjólreiðamanna. Flestar ferðirnar verða farnar frá Hlemmi en ætlunin er að breyta til og hjóla frá nágrannasveitarfélögum höfuðborgarinnar einn laugardag í hverjum mánuði.
|

Lesið meira...

Það er frábært við hjólreiðar á Íslandi að við erum velkomnir gestir á gangstéttum. Fyrirmyndar hjólreiðamaður sýnir gangandi vegfarendum ævinlega fyllstu tillitssemi, notar bjölluna, dregur úr hraðanum og þakkar fyrir góða samvinnu á stéttum og stígum.

|

Lesið meira...

Ég er á reiðhjóli í rólegri umferðagötu. Ég ætla að beygja til vinstri og byrja á því að líta aftur fyrir mig. Ef mér er óhætt, færi ég mig í ríkjandi stöðu, þ.e. ég tek sama stað á akrein eins og stærri ökutæki. Ef ég sé ökutæki nálgast fyrir framan eða aftan mig, þá sýni ég stefnumerki með því að setja vinstri hendina út. Ég ætla að beygja til vinstri.

|

Lesið meira...

Reykjavík er frábær hjólaborg. Það er svo gott að fara á milli staða á hjólinu og vita að maður leggur alltaf ökutækinu rétt upp við innganginn. Aldrei að eyða tíma í umferðaröngþveiti eða í leit að stæði, laus við að menga og uppfylli í leiðinni hreyfiviðmið landlæknis. Við sem lítið nennum að hreyfa okkur getum varla slegið fleiri flugur í einu höggi. Þurfum eiginlega ekki að fara í ræktina, bara smá út að hjóla.

|

Lesið meira...

Hjólafærni á Íslandi og Hugarflug hafa nú lokið við 2. útgáfu af korti með aðgengilegum upplýsingum um allar almenningssamgöngur á Íslandi. Kortið er gefið út á ensku og meðal annars hugsað fyrir þá sem kjósa að ferðast hjólandi um Ísland.

|

Lesið meira...

Síða 1 af 5