Dr. Bæk er einn vinsælasti doktor landsins sem kemur hjólum landsmanna í lag. Íslenskt nafn hans stendur fyrir Búnaður - Æfing - Kunnátta.
Hann er þó líka þekktur í fleiri löndum og þar þýðir nafn hans reiðhjólalæknirinn. Hann getur gert flestar aðgerðir á hjólum en þegar hann kemur í heimsókn á vinnustaði og skóla er hann í gervi heimilislæknis, sem gerir minniháttar lagfæringar en sendir hjólið áfram til sérfræðings ef meira þarf að laga.

 

Ástandsvottun Dr. Bæk.

bikedoc-w.gif

Dr. Bæk mætir með tæki og tól og leiðbeinir um helstu vorverk hjólreiðamannsins. Það er pumpað í dekk og smurt. Stillingar á stelli og hjálmi skoðaðar og bremsur og gírar stilltir. Þátttakendur mæta með sín eigin hjól.

Hjólin eru ástandsskoðuð og gefið út skoðunarvottorð um heilsu hjólsins á blaði og hægt að fá skemmtileganlímmiða á hjólið.

Tilvalið er að fá Dr. B.Æ.K. á hjóladag í skólanum, á vorhátíðina og til að ástandsskoða reiðhjól starfsmanna á vinnustöðum.

 

Leiðsögn Dr. Bæk.

Dr. Bæk mætir með tæki og tól og leiðbeinir um helstu vorverk hjólreiðamannsins með sýnikennslu og óformlegum fyrirlestri við hjólið. Sýndar eru þrif og stillingar á stelli, bremsum og gírum og spurningum svarað. Þátttakendur geta mætt með sín eigin hjól og geta fengið leiðsögn í að gera hlutina sjálfir eða þá ástandsvottorð um heilsu hjólsins frá doktornum.