Fréttir og pistlar
- Details
- By Vefstjóri
Það er gaman að hjóla. Hjólreiðar eru ákjósanlegt samgöngutæki og leið til að fá næga hreyfingu daglega. Þær eru umhverfisvænar og ódýrar. Það kemur því ekki á óvart að mörg samfélög eru að hvetja fólk til þess að hjóla oftar!
Kemstu á áfangastað á hjóli? Sum nágrenni eru hjólafærari en önnur: Hversu fært er þitt? Lesið yfir spurningarnar á þessum gátlista og hjólið síðan um næsta nágrenni, kannski í hverfisbúðina, í heimsókn til vinar eða jafnvel í vinnuna.
- Details
- By Sesselja Traustadóttir
Hjólafærni er í samvinnu við Rauða krossinn við að gera upp gömul reiðhjól með hælisleitendum. Sorpa og Reykjavíkurborg hafa stutt verkefnið auk annarra og rétt um 100 reiðhjól gengu í endurnýjun lífdaga árið 2017.
- Details
- By Árni Davíðsson
- Details
- By Sesselja Traustadóttir
Hjólafærni á Íslandi, undir stjórn framkvæmdastýrunnar Sesselju Traustadóttur, hefur haldið utan um verkefnið og þróun þess á Íslandi frá því í apríl 2015. Þá undirritaði hún samkomulag við Cykling uden alder (CUA) í Danmörku, móðursamtök hreyfingarinnar. Um leið pantaði Hjólafærni 3 hjól til landsins, Christaniabikes, og hóf kynningu á verkefninu á Íslandi.
- Details
- By Sesselja Traustadóttir
Ég kláraði fyrri helminginn á dögunum og bóndinn tók uppá því að gefa mér rafmagnsreiðhjól. Og satt best að segja – alveg hrikalega gott og fínt af þeirri gerðinni.
- Details
- By Sesselja Traustadóttir
Það er frábært við hjólreiðar á Íslandi að við erum velkomnir gestir á gangstéttum. Fyrirmyndar hjólreiðamaður sýnir gangandi vegfarendum ævinlega fyllstu tillitssemi, notar bjölluna, dregur úr hraðanum og þakkar fyrir góða samvinnu á stéttum og stígum.
- Details
- By Sesselja Traustadóttir
Ég er á reiðhjóli í rólegri umferðagötu. Ég ætla að beygja til vinstri og byrja á því að líta aftur fyrir mig. Ef mér er óhætt, færi ég mig í ríkjandi stöðu, þ.e. ég tek sama stað á akrein eins og stærri ökutæki. Ef ég sé ökutæki nálgast fyrir framan eða aftan mig, þá sýni ég stefnumerki með því að setja vinstri hendina út. Ég ætla að beygja til vinstri.
- Details
- By Sesselja Traustadóttir
Flestir tengja hjólreiðar við sumar og sól. En þeim fjölgar árlega sem velja að glíma við vetur konung og fara áfram leiða sinna á reiðhjóli.
Síða 1 af 5