Hjólafærni á Íslandi bíður upp á ýmsa þjónustu
s.s. fyrirlestra, námskeið, ráðgjöf og skipuleggur hjólaviðburði.

 

1. Ástandsvottun Dr. Bæk

Dr. Bæk mætir með farandskoðunarstöðina sína og ástandsskoðar hjólin. Pumpar, smyr og skoðar bremsur og gíra. Hvert hjól fær sitt ástandsvottorð. Líka gott tækifæri til þess að spyrja hin ráðagóða doktor. Vinsælt fyrir vinnustaði og vorhátíðir alls konar.
Verð: fyrir 120 mín. og 1 Dr. Bæk er það 37.500 kr., fyrir 2 Dr. Bæk í sama tíma er það 69.500 kr., 16.000 hver tími umfram það per doktor.

 

2. Fyrirlestrar Hjólafærni 

Um 50 mín. fyrirlestrar um samgönguhjólreiðar, ferðalög og heilsu. Hentar framhaldsskólum og vinnustöðum vel, t.d. í hádeginu eða í fræðslutíma. Gott að vera með aðgang að skjávarpa.

Viðmiðunar verð: 45.900 kr.  Skólar njóta sérkjara.

 

3. Leiðsögn Dr. Bæk.

Dr. Bæk mætir með tæki og tól og leiðbeinir um helstu vorverk hjólreiðamannsins með sýnikennslu og óformlegum fyrirlestri við hjólið. Sýndar eru þrif og stillingar á stelli, bremsum og gírum og spurningum svarað. Þátttakendur geta mætt með sín eigin hjól og geta fengið leiðsögn í að gera hlutina sjálfir eða þá ástandsvottorð um heilsu hjólsins frá doktornum.
Verð fyrir 120 mín. og 1 Dr. Bæk: 37.500 kr.

 

4. Hjólum og verum klár.

Fyrirlestur um samgönguhjólreiðar og námskeið í hjólaviðgerðum á eftir; sprungið dekk, bremsur og gírar. Ein kvöldstund sem hefst með fyrirlestri. Síðan er kaffi og loks sýna tveir fagmenn og kenna dekkjaviðgerðir og einfalt viðhald á bremsum og gírum. Viðgerðakennslustofa sett upp á staðnum.
Tími: 4 klst. Verð: 111.900 kr. m.v. tvo kennara.

 

5. Kennsla í samgönguhjólreiðum á vettvangi.

Fámenn einkakennsla, 2 – 4 í hóp, þar sem hjólað er undir leiðsögn hjólafærnikennara á stígum og á götum. Kennsla í samgönguhjólreiðum hentar öllum sem vilja auka öryggi sitt á hjólinu og í umferðinni. Hentar vinnustöðum, fjölskyldum og vinahópum.
Tími: 90 mín. Verð: 26.900 kr., sem skiptist á þáttakendur.

 

6. Læra að hjóla.

Hjólafærni kennir hjólreiðar frá grunni börnum og fullorðnum. Það geta allir lært að hjóla! Kennsla er samkvæmt samkomulagi. Fámenn einkakennsla, 1-2 í hóp, þar sem kennt er að hjóla í þægilegu umhverfi. Möguleiki er á að fá lánuð hjól.
Verð: 17.900 kr. pr. klst. Hjól innifalið ef þarf. 

 

7. Reiðhjól 1, 2 eða 3 - grunnnámskeið í viðgerðum og viðhaldi.

Námskeið sem tekur um 4 tíma og kennd grunnatriði viðhalds og viðgerða á reiðhjóli þátttakenda. Farið er í stillingu á reiðhjólinu fyrir notandann, þrif og smurningu, gert við sprungið dekk, lagaðar bremsur og stilltir gírar. Það er gjarnan haldið á laugardegi eða eftir vinnudag og má halda á vinnustað eða í húsnæði sem Hjólafærni útvegar. Fjöldi á námskeiði er takmarkaður við fjóra. Ætlast er til að menn mæti með og vinni við eigið reiðhjól. Hver nemandi vinnur með reiðhjól og framkvæmir allt sjálfur sem þarf að gera. 

Verð er 15.900 kr. á mann m.v. 4 á námskeiði. Efniskostnaður ekki innifalinn ef þarf að skipta um varahluti.

 

Allar nánari upplýsingar veitir Sesselja Traustadóttir, s. 864 2776 eða í This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.