HjólafærniHvað þýðir Hjólafærni fyrir umferð?

Hjólafærni miðar að því að auka öryggi hjólreiðamanna í umferðinni og var fyrst kynnt á Íslandi á samgönguviku árið 2007. Í framhaldi af því hefur hópur áhugamanna um hjólreiðar unnið að því að koma Hjólafærni af stað á Íslandi, bæði með kynningum og námskeiðum.

 

Hjólafærni er upprunnin í Bretlandi og hefur notið feikilegra vinsælda þar í landi. John Franklin hefur verið talsmaður Hjólafærni í Bretlandi og kom til Íslands til að kynna verkefnið.

 

Hjólafærni er heildstæð stefna í menntun hjólreiðafólks þar sem hjólað er undir leiðsögn viðurkennds hjólakennara.
Hjólreiðaþjálfunin skiptist í þrjú stig eftir aldri, getu og reynslu.

 

 

 

Frá upphafi hefur verkefnið í kringum Hjólafærni hlotið nokkra styrki.

2007

Pokasjóður, styrkur fyrir komu John Franklin. Breskur sérfræðingur um Bikeability/Hjólafærni.

2008

Íslenski fjallahjólaklúbburinn, almennur styrkur til þess að koma á fót Hjólafærni á Íslandi

Menntasvið Reykjavíkur, almennur styrkur til umferðarfræðslu

Endurmenntunarsjóður grunnskóla, Menntamálaráðuneytið, hæsti styrkur ársins til þess að fá breskan hjólakennara til landsins að kenna íslenskum hjólreiðamönnum að kenna Bikeability/Hjólafærni

Þróunarsjóður grunnskóla, Menntamálaráðuneytið, styrkur til þess að koma í framkvæmd þróunarverkefninu Hjólafærni - hjólum og verum klár í umferðinni í Álftamýrarskóla 2008 - 2009

2010

Umhverfisráðuneytið, styrkur til Hjólafærni í grunnskólum

Forvarnarsjóður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, styrkur til þátttöku nemenda í grunnskólum í Bláfjallaferðum vor 2010