Launagreiðendur og launþegar geta samið um allt að 7.000 króna skattfrjálsa greiðslu upp í kostnað ef launþegi nýtir almenningssamgöngur eða vistvæna samgöngumáta á borð við að ganga eða hjóla þegar hann ferðast milli heimilis og vinnustaðar eða í þágu launagreiðanda.

Auk þess að stuðla að eigin heilbrigði, er þetta einkar umhverfisvænt, eykur öryggi annarra hjólandi umferðar ef maður hjólar, vænt fyrir pyngjuna og ótrúlega skemmtilegt. Fyrirtæki og stofnanir sem bjóða samgöngusamninga, sýna um leið þakkláta samfélagslega ábyrgð.

Hér eru nokkrir tenglar á frekari upplýsingar um samgöngusamninga og greiðslur.

Síða frá skattstjóra sem kynnir þetta betur undir líðnum samgöngugreiðslur:

http://www.rsk.is/einstaklingar/tekjur-og-fradraettir/skattmat/

 

Á Wikipediu eru þessar upplýsingar um samgöngusamninga:

http://is.wikipedia.org/wiki/Samg%C3%B6ngusamningur

 

Strætó er síðan með árskort í sölu vegna þessa, sjá:

http://www.straeto.is/kaupa-farmida-og-kort/samgongukort/

 

Viðtal við Sesselju Traustadóttur í morgunútvarpinu um samgöngusamninga:

http://www.ruv.is/sarpurinn/morgunutvarpid/19022013/upp-med-samgongusamninginn

 

Frétt á Mbl.is um samgöngugreiðslur:

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/02/19/skattfrjals_greidsla_fyrir_ad_nota_ekki_bilinn/

 

Ef þú ert á vinnustað sem hefur hug á að gera samgöngusamninga, má senda línu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Við getum veitt þjónustu eins og kynnt er hér til hliðar og sent afrit af samningum sem fyrirtæki hafa gert við sína starfsmenn.

|